Herbergin okkar og aðstaða

Herbergi Hóll Guesthouse

Ertu ekki viss hvaða herbergi hentar þér? Okkur langar að sýna ykkur herbergin okkar á Hóli og kynna fyrir ykkur hvað er í boði í hverju herbergi fyrir sig.

Húsið er gamalt virðulegt hús, byggt í Vestmannaeyjum 1908. Án þess að fara í algjörar breytingar innan og utanhúss þá höfðum við takmarkað frelsi í skipulagi herbergja. Fyrst má nefna að það er steyptar tröppur upp að aðalinngang og svo nokkuð brattur stigi upp á aðra hæð. Svo má nefna að minni herbergin eru bara lítil og kósý, kring um 9 fermetrar hvert. Að gista á Hóli hentar því ekki öllum.

Gistirými Hóls er hannað með ýtrustu brunavarnir að leiðarljósi. Öflugt brunakerfi er í húsinu.

Gæludýr eru velkomin á Hól!


Herbergin á Hóli eru fimm.
Tvær íbúðir (númer 4 og 5) eru með sér baðherbergi og þrjú herbergi (númer 1, 2 og 3 sem nýta sameiginlegt baðherbergi. Íbúðirnar tvær og eitt herbergjanna er á annarri hæð.

Tvö herbergi og sameiginlega baðherbergið eru á fyrstu hæð. Þar er einnig inngangurinn inn á gistiheimilið.

Gistihúsið Hóll neðri hæð

Herbergi 1 | HáHá
Mjög kósý tveggja manna herbergi til vinstri á fyrstu hæð, með sameiginlegu baðherbergi. Þægilegar SIMBA dýnur. Hverju herbergi fylgja rúmföt og handklæði. Inn á herberginu er nettengt sjónvarp, vaskur, kælir, teketill og Nespresso kaffivél. Hægt er að panta loftnet fyrir opnar sjóvarpsútsendingar.
Nafnið á herberginu er fengið frá Háinni sem sést frá herberginu. „Há“ er heildarheiti yfir allt fjallið sem stendur austan við Herjólfsdal. Há-há er þá auðvitað, eins og nafnið bendir til, hæsti hluti fjallsins, og stendur um 220m yfir sjávarmáli.

Þú getur bókað herbergi #1 hér.


Herbergi 2 | Stóra Klif
Snyrtilegt tveggja manna herbergi á fyrstu hæð til hægri, með sameiginlegu baðherbergi. Þægilegar SIMBA dýnur. Hverju herbergi fylgja rúmföt og handklæði. Inn á herberginu er nettengt sjónvarp, vaskur, kælir, teketill og Nespresso kaffivél. Í þessu herbergi er lítil geymsla undir stiganum fyrir töskur sem gerir þetta minnsta herbergi hússins í raun mikið stærra. Hægt er að panta loftnet fyrir opnar sjóvarpsútsendingar.
Nafnið á herberginu er fengið frá Klif er sem samheiti yfir tvö fjöll sem standa í norðurklettum Heimaeyjar, Stóra-Klif og Litla-Klif. Stóra-Klif er norðar og austar en Litla-Klif. Það er líka hærra og þverara, eins og nafnið gefur til kynna. Á Stóra-Klifinu eru nánast öll helstu fjarskiptamöstur Vestmannaeyja þannig að ef þú sérð Klifið þá er síminn þinn í góðum málum.

Þú getur bókað herbergi #2 hér.


Herbergi 3 | Heimaklettur
Snyrtilegt tveggja manna herbergi á annarri hæð til hægri, með sameiginlegu baðherbergi. Þægilegar SIMBA dýnur sem stendur upp við vegg. Hverju herbergi fylgja rúmföt og handklæði. Inn á herberginu er nettengt sjónvarp, vaskur, kælir, teketill og Nespresso kaffivél. Hægt er að panta loftnet fyrir opnar sjóvarpsútsendingar.
Nafnið á herberginu er fengið frá hinum títtnefnda Heimaklett sem sést vel út um glugga herbergisins. Heimaklettur er hæsta fjall Vestmannaeyja, 279 m á hæð yfir sjávarmáli. Kletturinn er móbergsstapi sem varð til við gos undir jökli seint á síðustu ísöld. Hann stendur sæbrattur upp úr sjónum, en efst eru grasi vaxnar brekkur á bólstrabergstoppi þar sem fé er haft á beit.

Þú getur bókað herbergi #3 hér.


Herbergi 4 | íbúð | Eldfell
Lítil og sæt íbúð með svefnsófa og fullbúnu baðherbergi. Rennihurð á svefnherbergi. Hentar vel fyrir smærri fjölskyldur þar sem svefnsófinn er lítill. Þægilegar SIMBA dýnur í svefnherbergi. Í íbúðinni er nettengt sjónvarp, ísskápur með frystihólfi, teketill og Nespresso kaffivél. Frítt WiFi. Hverju herbergi fylgja rúmföt og handklæði. Hægt er að panta loftnet fyrir opnar sjóvarpsútsendingar.
Nafnið á herberginu er fengið frá Eldfelli sem blasir við gestum er horft er út um glugga íbúðarinnar. Eldfell er eldfjall sem myndaðist í Heimaeyjargosinu árið 1973, og er þar með yngsta fjall Íslands. Það er um 131 metra hátt og stendur austan við Helgafell.

Þú getur bókað herbergi #4 hér.


Herbergi 5 | íbúð | Helgafell
Rúmgóð og falleg stúdío íbúð með fullbúnu baðherbergi og eldhúsi (engin eldavél). Hentar vel fyrir þá sem þurfa nóg af plássi. Svefnsófi í stofu. Svalir snúa út að hafnarsvæði. Þægilegar SIMBA dýnur. Í íbúðinni er nettengt sjónvarp, kælir með frystihólfi, teketill og Nespresso kaffivél. Hverju herbergi fylgja rúmföt og handklæði. Hægt er að panta loftnet fyrir opnar sjóvarpsútsendingar.
Nafn íbúðarinnar kemur frá Helgafelli sem er 226 metra hátt eldfjall suðaustan á Heimaey. Helgafell gaus síðast fyrir um fimm þúsund árum. Fullvíst er talið, að gos úr fellinu hafi tengt saman Norðurklettana, Dalfjall og Stórhöfða og myndað Heimaey eins og við þekkjum hana í dag. Kaupstaðurinn stendur allur á Helgafellshrauni, sem ber þó mörg nöfn, t.d. Agðahraun og Strembuhraun.

Þú getur bókað herbergi #5 hér.


Andar Ágústu og Jes guðsmanns sem byggðu Hól 1908 svífa yfir öllu. Virkilega góður andi.

Þú getur bókað allt húsið í einu hjá okkur hér. 5 herbergi, 10 manns á einum stigagangi. Skemmtileg lausn fyrir lítil ættarmót.

Verið velkomin á Hól.